Um okkur

Ásbyrgi Flóra ehf.

Ásbyrgi Flóra ehf. er framleiðslu og heildsölufyrirtæki á Akureyri. Framleiðsla fyrirtækisins á sér langa sögu sem hófst árið 1935 þegar KEA byrjaði að framleiða vörur undir merki Flóru í Gilinu á Akureyri. Ásbyrgi keypti svo framleiðsluna 1993. Nokkru síðar eða 2002 keypti félagið einnig framleiðslufyrirtækið G. Pálsson af Valdimar Gíslasyni hf og flutti starfsemi þess til Akureyrar.

Starfsmenn eru ávalt tilbúnir að þjóna viðskiptavinum sínum eins og kostur er. Áhersla er lögð á góða og persónulega þjónustu og sjá til þess að pantanir séu ávalt afgreiddar á réttum tíma.

Fyrirtækið er staðsett að Tryggvabraut 24, Akureyri en gengið er inn frá Furuvöllum. 

Helstu viðskiptavinir Ásbyrgis eru stóru verslanakeðjurnar, veitingastaðir, mötuneyti, kjöt- og fiskvinnslur um allt land.